Sýnir færslur með efnisorðinu Vintage. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Vintage. Sýna allar færslur

mánudagur, 18. ágúst 2014

BOYFRIEND JACKET




Ég stalst í leðurjakkan hans Bjarna fyrir stuttu. Mér hefur alltaf fundist hann svo flottur en aldrei dottið í hug að máta. Hann var keyptur í second hand búð í Köben, episode. Mig minnir að þessi jakki sé endurunninn úr gömlun leðurbuxum.

Ég er með nýtt hálsmen sem kom með í pakkanum frá Nastygal. Það sést þó ekkert sérstaklega vel. Fæst hér.

Ég mun klárlega fá að stela þessum aftur við tækifæri.
Prufið að kíkja í fataskápinn hjá kæró!


(Já ég veit, ég er alltaf með höndina í hárinu)

-KAV



laugardagur, 2. ágúst 2014

OUTFIT








Ég ásamt góðri vinkonu ákváðum að dressa okkur upp og taka smá fimmtudags bæjarrölt.
Við eyddum meirihluta kvöldsins á Nora Magasin þar sem við gátum setið úti langt frameftir kvöldi í þessu ljúfa veðri.

Ég klæddist nýjum kimono sem ég fékk á útsölunni í Nostalgíu, skóm frá 67, uppáhalds jakkanum mínum úr Weekday og í buxum úr Monki.

Njótið helgarinnar, það ætla ég svo sannarlega að gera. 
Ég á flug vestur á Mýrarboltann seinna í dag og hlakka mikið til!

-KAV

sunnudagur, 27. júlí 2014

NEW IN - BOYFRIEND JEANS



Nýjasta viðbótin í fataskápinn eru þessar levi's buxur úr Spúútnik.
Ég hef lengi leitað mér að svona buxum en aldrei fundið neinar sem passa.
Þessar fékk ég í kringlunni en þær eru með gott úrval af svona buxum.

 Ég elska svona víðar gallabuxur, ganga vel við hæla eða strigaskó.

(ýtið á myndirnar til þess að sjá þær stærri)


-KAV

laugardagur, 26. júlí 2014

ALL BLACK VINTAGE








Þessa þrjá hluti fékk ég í vintage búðum í Svíþjóð í sumar.
Meira um þessar búðir og Stokkhólm shopping tips kemur í færslu á morgun.

-KAV

mánudagur, 16. júní 2014

STRIPES


Ég komst af því eftir að hafa tekið allt of mikið af fötum með mér út að stundum þarf maður alls ekki mikinn farangur.
Oftar en ekki kaupir maður sér flíkur sem maður endar með að nota hvað mest.
Allavega gerði ég það og verð að deila með ykkur snilldar maxi pilsi sem ég tók ástfóstri við þegar ég var í Stokkhólmi, fæst hér.


Pils: Zara // Bolur: h&m // Hálsmen: Nostalgía // Skór: Birkenstock


Pils: Zara // Bolur: American Apparel // Hálsmen: Kolaportið // Taska: & Other Stories // Skór: h&m


-KAV

fimmtudagur, 15. maí 2014

70'S SUMMER

Ég rakst á fullkomna vintage búð á ebay fyrir stuttu og varð dolfallin yfir öllum fallegu vintage kjólunum.

Ég er mjög innblásin af 70's tísku um þessar mundir og finnst allt frá þessum tíma bilað flott.
Ég fann mér einn kjól í ljósbláum pastel lit í kolaportinu sem hefur setið inni í skáp að bíða eftir rétta tækifærinu til að skríða út úr honum. Hann er akkúrat í þessum 70's stíl, skósíður, plíseraður, með cape að ofan.
Kannski ég taki mynd og setji á bloggið við tækifæri.

Myndirnar tala sínu máli. 









Ég gæti vel hugsað mér að eiga alla þessa einstöku kjóla.

Búðina finnið þið hér.

-KAV

laugardagur, 15. febrúar 2014

FÖSTUDAGSOUTFIT @SÓNAR

image

image
image

Þetta var outfittið mitt á Sónar í gær. Ég var í svörtum gallabuxum og stuttum hvítum leðurjakka yfir. Þessar myndir verða að duga þar sem síminn minn varð batteríslaus á hátíðinni - mjög hentugt!

Rúllukragabolurinn með glimmerinu fékk ég á litlar 1500kr. á Spúútnik fatamarkaðnum, keðjuna fékk ég í Spúútnik og kimonoið er úr Aftur.

Annars skemmti ég mér konunglega og hlakka til að endurtaka leikinn aftur í kvöld!

-KAV

mánudagur, 20. janúar 2014

CHUNKY BUFFALO BOOTS - BEFORE AND AFTER

Ég hef áður bloggað um þessi Buffalo stígvél úr Nostalgíu.
Þá var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að láta stytta þau eða ekki.
Eftir mikla umhugsun lét ég verða af því þar sem að ég sá fram á mun meira notagildi í ökklastígvélum heldur en hnéháum stígvélum fyrir minn smekk.

Ég er rosalega ánægð með breytinguna og vissi réttara sagt ekki að þetta væri hægt.
Þráinn skóari reddaði þessu á örskömmum tíma og gerði þetta afskaplega vel. Ég hefði þó verið til í að halda Buffalo merkinu á en það var því miður ekki hægt.
Ég sá einmitt nákvæmlega eins stígvél í Nostalgíu um daginn, svo að ef þau eru á útsölu þá er þetta tilvalið. Mig minnir að það hafi kostað um 5-6þús að gera þetta hjá Þráni.

image
image

image


-KAV

fimmtudagur, 16. janúar 2014

FAVORITE LAMPS

Ljós, lampar, kerti…ég er sökker fyrir þessu öllu og finnst ekkert skipta eins miklu máli og góð lýsing á heimilum. T.d. það fyrsta sem ég keypti mér inn í íbúðina mína var ljósakróna.

Hér eru lamparnir á mínu heimili. Þeir eru þó bara tveir en standlampi/vegglampi eru á óskalistanum.

image

Ég fékk þennan æðislega keramik lampa í jólagjöf frá bróður mínum.
Hann er frá Bloomingville og fæst í Púkó og Smart.

image
Þessi lampi er mjög einstakur. Hann fékk ég í Hús Fiðrildanna á Skúlagötu í fyrra sumar. Hann fær að prýða svefnherbergið og gefur rosalega fallega rauða birtu frá sér.

-KAV

fimmtudagur, 2. janúar 2014

HAPPY NEW YEAR

Þá er nýtt ár gengið í garð, húrra fyrir því!
Ég átti æðislegt gamlárskvöld með mínum heittelskaða og hans fjölskyldu.
Nautalundir og bernes klikkar svo sannarlega ekki!

Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu.

image

Svarti kjóllinn varð fyrir valinu. Brynhildur vinkona mín var svo elskuleg að mála mig þar sem ég er ekki sú flinkasta í þeirri deild. Væri til í að bæta úr því á nýju ári.
image

image

Það verða spennandi breytingar á blogginu fljótlega, svo fylgist vel með. Endilega followið okkur á instagram -  @keenbeanblog

-KAV

sunnudagur, 29. desember 2013

NEW YEARS - WHAT TO WEAR?

Nú eru eflaust margar hverjar að hugleiða í hverju skuli klæðast á áramótunum. Einu mesta glamúrkvöldi ársins þar sem pallíettur, glimmer og skraut eru allsráðandi.

Ég er þó löngu búin að finna minn áramótakjól, hann keypti ég á Spúútnik fatamarkaðnum við Hlemm fyrir ca. ári síðan en hef aldrei notað hann.
Ég hef rekist á svipaða kjóla í Spúútnik og Nostalgíu svo það er um að gera að kíkja þangað og finna sér hinn fullkomna áramótakjól.
image
image

Ég ákvað að skella þessari perlugollu með. Hana fann ég í Nostalgíu fyrir skemmstu og það var ást við fyrstu sýn. Það er nokkuð gott úrval af samskonar perlugollum/jökkum í Nostalgíu sem gæti verið tilvalin áramótaflík. Ég gæti t.d. vel hugsað mér að klæðast þessari yfir svartan plain kjól, þó ekki kjólinn hér að ofan, það væri nú aðeins of mikið af því góða.

image
image

image

Ég verð að viðurkenna að ég er alveg lost í hvorri flíkinni ég eigi að klæðast á gamlárs….lúxusvandamál.

-KAV

laugardagur, 21. desember 2013

LAST NIGHT X STEED LORD

Í gær skelltum við okkur nokkrar vinkonur saman á Steed Lord tónleika á Harlem bar. Við skemmtum okkur konunglega enda ekki við öðru að búast.

image

image
image
image
Ég var í hvítum secondhand leðurjakka úr Weekday og með hatt úr zöru.

Nú tekur vinnuhelgi við, njótið helgarinnar :)

-KAV

fimmtudagur, 14. mars 2013

OVERDOSE & UNDERDOSE

Ég ákvað að skella mér á mjög svo skemmtilega myndlistarsýningu um helgina sem ber nafnið Góms og listamennirnir kalla sig Overdose & Underdose.
Hún er staðsett í Reykjavík Art Gallery við hliðina á kex hostel á Skúlagötu.

Mæli með því að kíkja við ef þið eigið leið hjá :) 

image
image
image
image
image
image

Leðurbuxur: h&m // Skór: Dr. Martens // Peysa: Monki // Kross: Lf stores // Hálsmen: Aldo // Kápa: Second hand.

-KAV