fimmtudagur, 15. maí 2014

70'S SUMMER

Ég rakst á fullkomna vintage búð á ebay fyrir stuttu og varð dolfallin yfir öllum fallegu vintage kjólunum.

Ég er mjög innblásin af 70's tísku um þessar mundir og finnst allt frá þessum tíma bilað flott.
Ég fann mér einn kjól í ljósbláum pastel lit í kolaportinu sem hefur setið inni í skáp að bíða eftir rétta tækifærinu til að skríða út úr honum. Hann er akkúrat í þessum 70's stíl, skósíður, plíseraður, með cape að ofan.
Kannski ég taki mynd og setji á bloggið við tækifæri.

Myndirnar tala sínu máli. 









Ég gæti vel hugsað mér að eiga alla þessa einstöku kjóla.

Búðina finnið þið hér.

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli