fimmtudagur, 16. janúar 2014

FAVORITE LAMPS

Ljós, lampar, kerti…ég er sökker fyrir þessu öllu og finnst ekkert skipta eins miklu máli og góð lýsing á heimilum. T.d. það fyrsta sem ég keypti mér inn í íbúðina mína var ljósakróna.

Hér eru lamparnir á mínu heimili. Þeir eru þó bara tveir en standlampi/vegglampi eru á óskalistanum.

image

Ég fékk þennan æðislega keramik lampa í jólagjöf frá bróður mínum.
Hann er frá Bloomingville og fæst í Púkó og Smart.

image
Þessi lampi er mjög einstakur. Hann fékk ég í Hús Fiðrildanna á Skúlagötu í fyrra sumar. Hann fær að prýða svefnherbergið og gefur rosalega fallega rauða birtu frá sér.

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli