Sýnir færslur með efnisorðinu Shoes. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Shoes. Sýna allar færslur

mánudagur, 6. október 2014

NEW IN


 

Ég gat ekki staðist þessar elskur frá Vagabond í dag. 
Eins og ég skrifaði í gær þá heillaði þessi týpa mig mest af öllum og það var ekki aftur snúið eftir að ég mátaði þá.
Þeir eru með botni sem kallast Norah og er alveg nýr frá merkinu. Þeir taka mann aftur til 90's tímabilsins með þennan þykka og stóra platform.


Bolur: H&M // Buxur: Monki // Loð: Tekið af vintage kápu // Skór: Vagabond (Kaupfélagið)

Það er alltaf gaman að geta glatt sig á milli prófa. Ég er einmitt að fara í eitt slíkt á morgun.
-KAV


fimmtudagur, 14. ágúst 2014

CASUAL



Er nýbyrjuð að ganga í strigaskóm aftur, nokkur ár síðan ég hef gert það. En er nú komin smá inní Nike tískunni, aldeilis ánægð með nýju Air Max Thea.
Svo eru Converse alltaf classic.

- JennýJune




miðvikudagur, 13. ágúst 2014

NEW SHOES







Ó þessir skór eru svo bilaðslega flottir að ég bara varð að eignast þá.
Liturinn finnst mér mest heillandi og svo er ég rosalega mikið fyrir grófa skó með miklum platform.
Þessir uppfylla allar mínar kröfur og ég er viss um að þessir verði mikið notaðir í haust.

Mér fannst þeir koma einstaklega vel út berleggja í sólinni í dag. Þeir eru líka virkilega þægilegir enda úr ekta leðri að innan.
(Oufit myndina set ég inn á morgun)

Þessar elskur fékk ég í Bianco kringlunni.
Það voru fullt af fallegum skóm að koma fyrir haustið, sjá nánar á síðunni þeirra hér.
Ég mæli með því að gera sér ferð í kringluna og kíkja á úrvalið.

-KAV

mánudagur, 14. júlí 2014

SHOE WISHLIST


Jeffrey Campbell - Trango




Shoe Cult - Power trip platform bootie



Jeffrey Campbell - Staley boot



Bianco - Vamp Loafer


Miista - Dani bronze




Já það er greinilegt að mig langi í nýja hæla.
Trango eru ofarlega á óskalistanum.

-KAV




þriðjudagur, 6. maí 2014

BIRKENSTOCK



Það er óhætt að segja að Birkenstock inniskór séu með vinsælustu trendunum í sumar.
Ófáar fashionistur hafa látið skóna framhjá sér fara og er greinilegt að þægindin verði í fyrirrúmi þetta sumarið.







Eftir mikla umhugsun og vangaveltur ákvað ég að skella mér á þessa.
Það eru svo mörg trend sem koma í tísku og verða úreld strax. Birkenstock skórnir hafa verið vinsælir allt frá árinu 1970, þá allra helst á meðal fólks í heilbrigðisgeiranum.
Sú staðreynd að læknar og hjúkrunarfræðingar kjósi að ganga í skónum styður kaupin enn betur.

Einfaldir og tímalausir skór sem endast í mörg ár.

(Birkenstock skórnir fást í Misty á laugavegi 178)

-KAV

þriðjudagur, 29. apríl 2014

H&M SANDALAR




Keypti þessa fínu sandala í H&M um daginn þegar ég var stödd í Ungverjalandi yfir páskana. Er varla búin að fara úr söndulunum vinstra megin frá því ég keypti þá, líka hérna heima á Íslandi! Hins vegar er ég ekkert búin að nota hina sandalana neitt, en það styttist óðum í Thailands/Bali ferðina, verða þeir eflaust notaðir þá.

- JennýJune

mánudagur, 20. janúar 2014

CHUNKY BUFFALO BOOTS - BEFORE AND AFTER

Ég hef áður bloggað um þessi Buffalo stígvél úr Nostalgíu.
Þá var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að láta stytta þau eða ekki.
Eftir mikla umhugsun lét ég verða af því þar sem að ég sá fram á mun meira notagildi í ökklastígvélum heldur en hnéháum stígvélum fyrir minn smekk.

Ég er rosalega ánægð með breytinguna og vissi réttara sagt ekki að þetta væri hægt.
Þráinn skóari reddaði þessu á örskömmum tíma og gerði þetta afskaplega vel. Ég hefði þó verið til í að halda Buffalo merkinu á en það var því miður ekki hægt.
Ég sá einmitt nákvæmlega eins stígvél í Nostalgíu um daginn, svo að ef þau eru á útsölu þá er þetta tilvalið. Mig minnir að það hafi kostað um 5-6þús að gera þetta hjá Þráni.

image
image

image


-KAV

fimmtudagur, 21. mars 2013

GRET CITY

image
image

image

image

image

image

Já takk!
Væri sko alveg til í eitt par af Grey city skóm, mér finnst allir hér að ofan flottir en þá helst nr. 2, 3 & 6.
Hef séð einhverjar týpur fáanlegar á solestruck og nastygal og kosta í kringum 250$. 
Þess má til gamans geta að ég er krossasjúk svo að þessir væru fullkomnir í skósafnið.

-KAV