sunnudagur, 29. desember 2013

NEW YEARS - WHAT TO WEAR?

Nú eru eflaust margar hverjar að hugleiða í hverju skuli klæðast á áramótunum. Einu mesta glamúrkvöldi ársins þar sem pallíettur, glimmer og skraut eru allsráðandi.

Ég er þó löngu búin að finna minn áramótakjól, hann keypti ég á Spúútnik fatamarkaðnum við Hlemm fyrir ca. ári síðan en hef aldrei notað hann.
Ég hef rekist á svipaða kjóla í Spúútnik og Nostalgíu svo það er um að gera að kíkja þangað og finna sér hinn fullkomna áramótakjól.
image
image

Ég ákvað að skella þessari perlugollu með. Hana fann ég í Nostalgíu fyrir skemmstu og það var ást við fyrstu sýn. Það er nokkuð gott úrval af samskonar perlugollum/jökkum í Nostalgíu sem gæti verið tilvalin áramótaflík. Ég gæti t.d. vel hugsað mér að klæðast þessari yfir svartan plain kjól, þó ekki kjólinn hér að ofan, það væri nú aðeins of mikið af því góða.

image
image

image

Ég verð að viðurkenna að ég er alveg lost í hvorri flíkinni ég eigi að klæðast á gamlárs….lúxusvandamál.

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli