Sýnir færslur með efnisorðinu Healthy. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Healthy. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 27. maí 2014

HEIMAGERÐAR BRAUÐBOLLUR


Ég birti þessa mynd á blogginu um daginn og fékk spurnungu hvort ég væri með uppskriftina af þessum ljúffengu brauðbollum.

Staðreyndin er sú að þetta er uppskrift af brauði sem ég hef birt á blogginu áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin.

3 dl. Spelt hveiti
3 dl. Haframjöl
2 dl. fræ (t.d. graskersfræ, hörfræ, chia, sesam, sólblóma)
4 tsk. vínsteinslyftiduft
4-5 dl. létt ab-mjólk
Salt eftir smekk


Þetta gæti ekki verið einfaldara. Allt sett samn í skál, hrært með sleif og síðan búnar til miðlungsstórar kúlur og sett á bökunarpappír. Ég vil hafa mínar stökkar og crispy svo ég lét þær vera í ofninum á 190° í ca. 45-50 mín.

Gott að strá fræjum ofan á bollurnar áður en þær eru settar í ofn, ég setti einnig ögn af grófu salti.


Þessar slógu allavega í gegn heima hjá mér.

-KAV

fimmtudagur, 27. febrúar 2014

FAV SMOOTHIE

Ég ætla að deila með ykkur uppáhalds græna drykknum mínum. Ég er sennilega búin að gera þennan alltof oft en ég bara fæ ekki leið á honum.


1/2 stór pera eða 1 lítil (frysti þá alltaf hinn helminginn og nota næst)
1 epli (nota oftast grænt)
Stór lúka af spínati
Mikið af engifer, ég set eins og ca fingurslengd
glas af vatni (má vera meira, má vera minna, fer allt eftir því hvort þið fýlið hann þunnan eða þykkan.)
1 msk hörfræolía
1/2 avocado
1/2 banani (frosinn)
Lúka af mangó og ananas

Ég passa mig á því að setja ekki allt í blandarann og hræra svo, heldur geri ég það í skrefum, set kannski spínat, epli og smá vatn og hræri, og endurtek svo leikinn. Sumir blandarar ráða bara alls ekki við svona mikið  magn í einu.

Ég ætla líka að gefa ykkur ráð hvernig er gott að geyma drykkinn ykkar.
Það verður nefnilega nokkuð mikið magn úr þessari uppskrift eða tæpur 1 líter. Ég geymi alltaf flöskurnar undan Flórídana söfunum og set drykkinn minn í hann og svo í ísskápinn.
Ég vil þó ekki geyma drykkinn lengur en 1-2 daga því þá er hann ekki eins ferskur. Ég fer léttlilega með einn svona líter yfir daginn ef ég er að fá mér glas annað slagið og gef kæró kannski eitt glas.


-KAV

fimmtudagur, 20. febrúar 2014

FAV SNACK


Þetta combo er orðið uppáhalds naslið!
Ég fæ oft mjög mikla löngun að narta í eitthvað á kvöldin og oftast langar mig í súkkulaði eða snakk. Þetta er þó í aðeins hollari kanntinum svo ég leyfi mér þetta góðgæti einstaka sinnum :)

Vinstra megin er snakk/hrökkbrauð sem ég er nýbúin að uppgötva, Finn crisp - Rye snacks með hvítlauksbragði - sjúklega gott!
Ætti að vera fáanlegt í öllum helstu matvörubúðum.
Ég er mikill guacamole aðdáandi, hér er uppskrift af því sem er á myndinni:

1 lítið avocado
3 piccolotómatar
dass af sítrónusafa
1 hvítlausrif

-KAV

föstudagur, 22. febrúar 2013

VEGGIE SALSA BURGER

Ég ákvað að skella í einn grænmetisborgara um daginn og langar að deila honum með ykkur þar sem hann var sjúklega góður:)

Það sem þú þarft er þetta:
(Brauðbollan er frá myllunni (lífskorn) og kjúklingabaunabuffið frá móðir náttúru, fæst bæði í bónus)
image
Það er svo sem engin sérstök aðferð að elda þetta enda mega einfalt. Setur bara buffið á pönnu og hitar það aðeins, ég skellti bollunni í ristina til þess að hafa hana smá stökka. Síðan spældi ég líka egg með til þess að hafa þetta aðeins meira djúsí. Svo er líka hægt að skella ostsneiðum á :)
image
image

Voila! Kom mér á óvart hvað hann var góður, tilvalið að hreinsa úr ísskápnum í einhverja snilld einsog þessa:)

Tilvalinn föstudagsburger fyrir kvöldið,
góða helgi ;)
-KAV

fimmtudagur, 24. janúar 2013

SPORTY SPICE

Ég er búin að vera frekar lengi að koma mér í gang á þessu nýja ári enda getur verið mjög notalegt að liggja í jólasukkinu. Það er þó alltaf gott að komast í rútínu, skella sér í ræktina og borða hollan mat :)

Ég er búin að vera nokkuð dugleg síðustu 2-3 vikur og hér eru nokkrar matar/millimáls hugmyndir fyrir ykkur sem viljið auka fjölbreytnina :)

image
Ég borða alltaf sama morgunmatinn á hverjum morgni sama klukkan hvað ég vakna. Ab-mjólk, granóla múslí og banani út á :)
Einfalt og gott, maður fer ekki svangur út í daginn !

image
Ég er sjúk í avókadó og þetta er frábært millimál eða fyrir æfingu. Ég setti grískt jógúrt og svartan pipar ofan í og borða svo bara með skeið :) Það er einnig mjög gott að setja sýrðan rjóma með hvítlauksbragði.
(Ég kaupi litlu avókadóin í pokunum, fást í öllum helstu matvörubúðum en mæli með Víði)

image
Ég nota engin fæðubótarefni þannig að ég fæ próteinið mitt meðal annars úr harðfisk og eggjahvítum. Ekki skemmir hvað íslenski harðfiskurinn er góður og er hið besta nammi:)

image
Mangó er án efa uppáhalds nammið mitt! Erfitt að fá það perfect en þegar það gerist þá er þetta bara einum of gott eitt og sér! Það er oft hægt að finna tilbúin mangó í Víði eða Hagkaup.

image
"Ommiletta" eða scrambled eggs  með rauðlauk, sveppum, papriku & skinku! Léttur og góður kvöldmatur sem er gott að bera fram með fersku salati og smoothie.

Fyrir þá sem kunna bara alls ekki að búa til ommilettu: Þú setur 2-3 egg í skál (fer eftir því hvað þú ert að gera fyrir marga, ég set vanalega 2 egg ef ég er ein en 4 fyrir tvo.)
Skerð grænmetið og það sem þú vilt hafa í ommilettunni í litla bita og byrjar að steikja á pönnu.

Hrærðu eggjunum sem þú settir í skálina saman með gaffli og bættu slettu af mjólk út í og hrærðu meira. Ég krydda síðan með salti, svörtum pipar og chilli explotion kryddinu frá santa maría.

Þegar gumsið er búið að steikjast á pönnunni hellirðu einfaldlega eggjunum og mjólkinni út á pönnuna og leyfir að malla þar í smástund. Ef þú nærð ekki að flippa henni við og gera the ultimate "eggjaköku", skítt með það þá bara scramblaru þessu saman og voila:)
Gott er að rífa smá ost og henda ofan á í lokin.

image
Hugmynd af smoothie: Lúka af spínati,
1 lítið avocado,
1 banani (mjög gott ef hann er frosinn)
1 grænt epli,
Slatti af frosnu mangó
Dass af sitthvorum safanum, hægt að bæta í til þess að þynna drykkinn.

Ég geri reyndar aldrei sama drykkinn, nota bara það sem er til í ísskápnum hverju sinni. Þannig að það er alveg hægt að nota aðra safa eða vatn ef fólk vill ekki sykurinn sem er í djúsnum.

image
Útkoman :)

image
Ég baka þetta holla og góða brauð reglulega þar sem það er einstaklega fljótlegt. Uppskriftina er hægt að sjá hér.

image
(Svona er outfittið mitt þessa dagana, iþróttagallinn )

Vona að þetta muni gagnast einhverjum íþróttaálfum þarna úti :)

-KAV
Ps. Það er bóndadagurinn í dag svo það er tilvalið að skella sér í eldhúsið og baka eitthvað gott handa kallinum : )