þriðjudagur, 27. maí 2014

HEIMAGERÐAR BRAUÐBOLLUR


Ég birti þessa mynd á blogginu um daginn og fékk spurnungu hvort ég væri með uppskriftina af þessum ljúffengu brauðbollum.

Staðreyndin er sú að þetta er uppskrift af brauði sem ég hef birt á blogginu áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin.

3 dl. Spelt hveiti
3 dl. Haframjöl
2 dl. fræ (t.d. graskersfræ, hörfræ, chia, sesam, sólblóma)
4 tsk. vínsteinslyftiduft
4-5 dl. létt ab-mjólk
Salt eftir smekk


Þetta gæti ekki verið einfaldara. Allt sett samn í skál, hrært með sleif og síðan búnar til miðlungsstórar kúlur og sett á bökunarpappír. Ég vil hafa mínar stökkar og crispy svo ég lét þær vera í ofninum á 190° í ca. 45-50 mín.

Gott að strá fræjum ofan á bollurnar áður en þær eru settar í ofn, ég setti einnig ögn af grófu salti.


Þessar slógu allavega í gegn heima hjá mér.

-KAV

1 ummæli: