föstudagur, 22. febrúar 2013

VEGGIE SALSA BURGER

Ég ákvað að skella í einn grænmetisborgara um daginn og langar að deila honum með ykkur þar sem hann var sjúklega góður:)

Það sem þú þarft er þetta:
(Brauðbollan er frá myllunni (lífskorn) og kjúklingabaunabuffið frá móðir náttúru, fæst bæði í bónus)
image
Það er svo sem engin sérstök aðferð að elda þetta enda mega einfalt. Setur bara buffið á pönnu og hitar það aðeins, ég skellti bollunni í ristina til þess að hafa hana smá stökka. Síðan spældi ég líka egg með til þess að hafa þetta aðeins meira djúsí. Svo er líka hægt að skella ostsneiðum á :)
image
image

Voila! Kom mér á óvart hvað hann var góður, tilvalið að hreinsa úr ísskápnum í einhverja snilld einsog þessa:)

Tilvalinn föstudagsburger fyrir kvöldið,
góða helgi ;)
-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli