Sýnir færslur með efnisorðinu Topshop. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Topshop. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 8. maí 2014

WANTED


Ó sú fegurð!
Ég fór og skoðaði Kate Moss línuna í Topshop í vikunni. Ég var búin að hafa augastað á tveimur flíkum úr línunni og er þessi blússa önnur þeirra. Hin er rúskinns kögurjakki, en hann kom ekki til Íslands sjá hér.
Þessi lína er alls ekki ókeypis svo ég fór tómhent út í þetta skiptið.
Mér fannst örþunn blússa á 25þús kannski einum of þó falleg sé.

Ég hef verið að fylgjast með á topshop.com og sá að á fyrsta degi sem línan kom út var nánast allt úr henni uppselt og sumt er ennþá uppselt.
Þessi blússa er þó komin aftur inn á síðuna og er tölvuvert ódýrari en hér heima eða á rúmar 14þús kr.

Freistingar, freistingar..


Ok, það er kannski pínu vandræðalegt að allt sem ég klæðist á þessari mynd nema hálsmenið er úr Topshop...obbosí

-KAV

fimmtudagur, 1. maí 2014

KATE MOSS X TOPSHOP

Þegar maður er komin á sjötta dag í veikindum fer maður að efast um eigin geðheilsu. Sérstaklega þegar vinkonurnar sól og blíða koma í heimsókn og maður situr inni að horfa á Pretty little liars eða álíka lélegar klisjur.
Ég hef þó náð að láta mig dreyma um að kíkja á nýju Kate Moss línuna í Topshop þegar ég verð orðin frísk en hún kom í búðir í gær.

Hér eru nokkrar flíkur sem ég væri til í að máta. 








Festival fílingurinn leynir sér ekki, hér má sjá alla línuna.
Er þó ekki klár á því hvort öll línan sé fáanleg hér á landi.

-KAV

fimmtudagur, 20. febrúar 2014

NEW IN



image

image

Loksins er kimonoið sem ég pantaði fyrir skemmstu komið í mínar hendur.
Ég er rosalega ánægð með það og sérstaklega ánægð hvað það tók stuttan tíma að sendast. Fyrir áhugasamar þá fæst það hér. Kostaði mig 7.000 kr. með öllu :)



image

Ég gerðist sek að splæsa í nýjan skóbúnað handa sjálfi mér. Þannig er mál með vexti að uppáhalds 67 skórnir mínir sem ég hélt mikið upp á reyndust vera gallaðir svo ég fékk þá endurgreidda. Fyrir þann pening hef ég getað keypt mér tvenn skópör, þetta og eitt annað sem ég keypti í Kaupfélaginu fyrir stuttu. Ég er rosalega ánægð með þessi skipti. Þessar elskur fékk ég í Topshop á lygilega góðu verði!


-KAV


laugardagur, 9. febrúar 2013

CAT LADY

image

Ég ákvað að lífga aðeins upp á þennan plain hvíta american apparel magabol sem ég er búin að eiga í soldinn tíma:) Skellti þessum klikkaða ketti á hann með hjálp frá Merkt. Er hæstánægð með útkomuna !

image

Fann þetta fína bleika skater pils á útsölunni í Topshop um daginn! Það mun svo sannarlega fá að njóta sín í sumar :)

-KAV

þriðjudagur, 27. nóvember 2012

CAMO PRINT

Lace top: Forever21 // Pants&loafers: Topshop // Belt: Zara
Bjóst aldrei við að ég myndi falla fyrir hermana trendinu fyrr en ég fann þessar fínu buxur íTopshop í síðustu viku :) og ekki skemmir að þær eru mega þæginlegar.
Never thought that I would fall for the army trend until I found these pants from Topshop last week :)
- JennýJune