Ó sú fegurð!
Ég fór og skoðaði Kate Moss línuna í Topshop í vikunni. Ég var búin að hafa augastað á tveimur flíkum úr línunni og er þessi blússa önnur þeirra. Hin er rúskinns kögurjakki, en hann kom ekki til Íslands sjá hér.
Þessi lína er alls ekki ókeypis svo ég fór tómhent út í þetta skiptið.
Mér fannst örþunn blússa á 25þús kannski einum of þó falleg sé.
Ég hef verið að fylgjast með á topshop.com og sá að á fyrsta degi sem línan kom út var nánast allt úr henni uppselt og sumt er ennþá uppselt.
Þessi blússa er þó komin aftur inn á síðuna og er tölvuvert ódýrari en hér heima eða á rúmar 14þús kr.
Freistingar, freistingar..
Ok, það er kannski pínu vandræðalegt að allt sem ég klæðist á þessari mynd nema hálsmenið er úr Topshop...obbosí
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli