mánudagur, 3. nóvember 2014

SYKURBOMBA

Ég fann þessa uppskrift á netinu (myndirnar líka teknar þaðan) og varð að prófa baka þessa köku. 



Uppskriftin sem ég gerði er ca svona:

Brownies - Getið fundið einhverja uppskrift á netinu eða kaupa tilbúna blöndu (Brownies Mix)
3 Smámál
Rjómi
8 stk Oreo Kex (mulið)

Það er þæginlegast að nota lasagnaform í þetta.
Byrjið á að baka botninn og leyfa því svo að kólna í klukkutíma og setja svo í kælinn í 2 klukkutíma.
Setjið þið búðingin yfir og svo rjóman (ég setti ca. 1/2 af Cool Whip dós). En það er bara smekksatriði. 
Að lokum setjið þið Oreo yfir (ég var búin að mylja kexin í matvinnsluvél).



Ég gat rétt svo fengið mér litla sneið, þar sem þetta er frekar massív súkkulaðikaka. Ætla klárlega að bæta við jarðaberjum næst, held að hún væri betri þannig.

Rosa gott - Algjör sykurbomba!

- JennýJune

Engin ummæli:

Skrifa ummæli