þriðjudagur, 11. nóvember 2014

SÓLEY


Það þekkja eflaust flestir íslensku, lífrænu Sóley vörurnar. Ég er búin að vera nota tvær vörur frá Sóley núna daglega í nokkrar vikur.
Áður en ég byrjaði að nota þær var ég að fá reglulega bólur hér og þar - sem er frekar óvenjulegt hjá mér. En ég held að það hafi tengst menguninni og því að það var byrjað að vera kaldara.
Byrjaði svo að nota Glóey andlitsskrúbb og svo Eygló andlitskremið eftir á daglega.

Veit ekki hvort það hafi verið tilviljun en húðin min er orðin betri núna.
Snilldarvörur!


GLÓey





" Fjarlægir húðflögur, stuðlar að endurnýjun húðarinnar og eykur vellíðan. Þessi djúphreinsandi maski er nærandi og stuðlar að sléttri og geislandi húð, dregur úr ummerkjum öldrunar og auðveldar húðinni að drekka í sig næringarefni og raka. Í GLÓey eru marðir ólífukjarnar, hressandi minta (þunglyndislyf í ilmolíumeðferð) og handtíndar, villtar, íslenskar jurtir sem vinna saman við að endurvekja náttúrulegan ljóma húðarinnar. ,,

eyGLÓ 



"eyGLÓ nærir húðina og kallar fram náttúrulegan ljóma hennar. Þykkt andlitskrem sem inniheldur mikið af andoxunarefnum sem lífga upp húðina og fá þurra og líflausa húð til að ljóma og auka einnig teygjanleika og endingu hennar. eyGLÓ inniheldur einstaka blöndu af kvöldvorrósarolíu og handtíndum villtum íslenskum jurtum sem næra, mýkja og hafa róandi áhrif á húðina ásamt því að gefa raka.,,


Þessar vörur fást m.a. í Kraum, Lyfju og Heilsuhúsinu


- Jenný June

Engin ummæli:

Skrifa ummæli