föstudagur, 14. nóvember 2014

GLOBE MOBILE






Þegar ég var stödd í Svíþjóð í sumar ákvað ég að skella mér á einn svona hnattar óróra.
Ég er ekki viss hvað ég var að spá þegar ég keypti hann en eina sem ég vissi var að ég varð að eignast hann. Ég held ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu mikið pláss hann tekur og stærðinni á íbúðinni okkar. Svo besti staðurinn fyrir óróann í augnablikinu er í geymslunni:/ 

Ég varð samt sem áður að deila þessari fegurð með ykkur. Ég fór að googla globe mobile og komst að því að þetta er nokkuð heitt trend í barnaherbergjum eða svokölluðu "nursery".
Kaninn er nokkuð gjarn á að hafa þema í ungbarna herbergjum sem mér finnst nú nokkuð mikil klysja.

Nú er bara spurning hvar ég get hengt hann upp. Ég var búin að sætta mig við að hafa hann bara í geymslunni þangað til á næsta heimili en langar helst að hengja hann upp sem fyrst.

Þetta virðist agalegur hausverskur og lúxusvandamál.
Ég held ég verði að bjóða Völu Matt í kaffi og ræða þessa hluti.

 Óróinn fæst hér.

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli