Eftir að hattablætið mikla hófst þá hefur hattur með sylgju verið ofarlega á óskalistanum.
Hann fann ég loksins í Kolaportinu góða.
Hattinn fékk ég á litlar 5.500 kr. og hann er ítalskur úr 100% ull. Það tel ég nokkuð góð kaup fyrir þennan glæsilega hatt.
Það voru til nokkrir litir, brúnn, ljósbrúnn, dökkblár og svartur en þessi ólifugræni heillaði mig mest.
Ég notaði hann meðal annars á Airwaves við þetta dress:
Kjóll: Beyond retro // Skyrta: Kolaportið // Belti: Nostalgía
Hvítu chiffon skyrtuna fékk ég einnig í Kolaportinu fyrir nokkru síðan og hef ekki náð að mana mig upp í að klæðast henni fyrr en um síðustu helgi.
Mér finnst ég alltaf eins og einhver karakter úr Shakespeare þegar ég fer í hana en við rétta dressið finnst mér hún virka.
Mér finnst ég alltaf eins og einhver karakter úr Shakespeare þegar ég fer í hana en við rétta dressið finnst mér hún virka.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli