laugardagur, 8. nóvember 2014

B&W AIRWAVES



 





Þið verðið að afsaka ef þessir Airwaves póstar eru farnir að vera pirrandi þetta er bara svo heví gaman!!
Þessar myndir eru frá fimmtudag og föstudag. 
Á fimmtudaginn sá ég meðal annars meistarann Kött Grá Pje á Húrra. Síðan sá ég Reykjavíkurdætur, Samaris og endaði svo kvöldið á Himbrimi.

Á föstudagsmorgninum beið ég í 3klst í röð til þess að fá miða á The Flaming Lips sem loka hátíðinni á sunnudaginn.
Eins og sést á myndinni að ofan myndaðist allsvakaleg röð og hún náði alveg langt út fyrir Hörpuna.
En í gær sá ég Sinfóníuhljómsveit Íslands spila verk eftir Jóhann Jóhannsson sem var stórbrotið.
Ég hef aldrei farið á sinfóníu áður þannig að þetta var svakaleg upplifun.
Eftir þetta sá ég Farao frá Noregi sem var geggjað og svo náði ég að sjá smá af Önnu Calvi og Vök.


Svo í kvöld er kvöldið sem ég hef beðið hvað mest eftir, að sjá Unknown Mortal Orchestra og The Knife!




Góða helgi
-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli