Ég er mikill matgæðingur eins og flestir sem þekkja mig vita og ég á það til að verða húkkt á ákveðnum mat.
Mig langar að deila með ykkur því sem ég er með æði fyrir þessa stundina.
Ég sé mikið eftir að hafa keypt mér þetta súkkulaði í bónus um daginn því að eftir þá bónusferð hef ég keypt örugglega 10 svona plötur. Og það á svona 2 vikum !! Já þetta er hættulega gott og nei þetta er ekki ayglýsing.
Þessu hef ég japlað á í þónokkurn tíma. Þetta er allra best með góðu heimagerðu guacamole eða dýft í hummus.
Það mætti segja að þetta sé alltaf til í ísskápnum. Ég tek oftar en ekki einn svona með mér í skólann ef ég næ ekki að gera mér boost sjálf (sem gerist sjaldan) og já, ég kaupi alltaf gula í miðjunni (alls ekkert vanaföst neitt)
Þessir tómatar eru hið mesta hnossgæti. Ég get ekki sagt að ég sé mikil tómatakona en þessir eru það allra besta sem ég veit um. Get stútað svona öskju á no time.
Þetta var uppáhaldið mitt, ég hef þó ekki séð þessa tegund neinstaðar í þónokkurn tíma.
Bara með einhverju sýrópi sem mér finnst ekkert sérstaklega gott. En þessi granola bar finnst mér mjög góð með frooshinu mínu sem millimál. Ef einhver rekst á þetta með eplabragði þá má sá hinn sami láta mig vita.
Bara með einhverju sýrópi sem mér finnst ekkert sérstaklega gott. En þessi granola bar finnst mér mjög góð með frooshinu mínu sem millimál. Ef einhver rekst á þetta með eplabragði þá má sá hinn sami láta mig vita.
Óvenjuleg færsla, ég veit en stundum er gaman að bregða út af vananum.
Ég reyndi að hafa þetta í hollari kanntinum í tilefni meistaramánuðar.
Njótið bleika dagsins.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli