miðvikudagur, 29. október 2014

HATTAR




Ég verð að viðurkenna blæti mitt fyrir höttum. Það er ekki svo langt síðan ég byrjaði að ganga með hatta og er þetta orðinn minn uppáhalds fylgihlutur. 
 Ég er alltaf með augun opin fyrir fallegum höttum og er komin með nokkra í safnið. 
Ég á þó bara einn sem er virkilega vandaður og hann er frá Janessa Leone. Ég hef notað hann óspart síðan ég keypti hann en hann var í dýrari kanntinum og ég var mjög efins hvort ég ætti að tíma að eyða þessum pening í hatt. 
Ég sé alls ekki eftir kaupunum enda hefur hann komið að góðum notum og er tímalaus fylgihlutur sem ég á eftir að eiga í fataskápnum lengi vel. 


Hatturinn er á myndinni hérna beint fyrir neðan og svo má sjá gamlar outfitfærslur t.d. hér og hér.


 









-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli