mánudagur, 27. október 2014

EDAMAME


Edamame er eitthvað sem ég borða reglulega sem snarl/millimál. Það eru rosa prótínríkar soyabaunir.

Tekur enga stund að gera;
Sjóða edamame (setja í vatnið þegar byrjar að sjóða í 5-8 mín)
steiki það svo með ca 2 rauð chilli (fer eftir hversu mikið ég geri - steikja í ca 5 mín)
bæti útí salt&pipar og Chilli exlposion frá Santa Maria.

Það er líka gott að taka þær úr pottinum og kreista lime/sítrónu, bæta svo við salt&pipar.
Flestir setja salt útí þegar verið er að sjóða baunirnar en mér finnst betra að gera það svona.

Þetta fæst í öllum matvöruverslunum en ekki alltaf sama tegundin allsstaðar.

- JennýJune



Engin ummæli:

Skrifa ummæli