mánudagur, 15. september 2014

GREEN MONDAY



Eftir ágætis sukk helgi er gott að hreinsa líkamann með hollum og góðum mat.
Einn uppáhalds hádegismaturinn minn er grænn djús og finn crisp hrökkbrauð með allskonar gúmmelaði.
Ég ætla að deila þessari snilld með ykkur:) 


Grænn drykkur:

Stór lúka af spínati
Þumalputta lengd af engiferrót 
1 lítið avocado eða 1/2 stórt 
1 epli
Lúka af frosnu mangó & ananas
skvetta af sítrónusafa
Glas af vatni (eða eftir smekk)

(Ég á ekki djúsvél, svo ég set allt í blandarann)

Hrökkbrauðið smyr ég með grænu pestó (oftast frá Sollu), sker kjúklingaálegg í hálft, set síðan gúrkusneiðar, avocado og piccolotómata ofan á og loks strái ég sítrónupipar yfir!



-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli