Mér til mikklar ánægju voru Tax Free dagar á snyrtivörum í Hagkaup um síðustu helgi.
Ég er ekki mikið snyrtivöru gúru en áhuginn fer þó vaxandi.
Mér finnst gaman að setja á mig flottan augnskugga og varalit þegar tilefni gefst svo ég varð að eignast nýju augnskugga pallettuna og eitt stykki varalit úr haustlínu YSL .
Augnskuggarnir koma í rosalega fallegum pleather umbúðum sem gerir þá ennþá eigulegri.
Ég hef aldrei átt vörur frá YSL og tek þeim fagnandi í snyrtibudduna.
Varaliturinn er nr. 210 og er mjög náttúrulegur og fallegur á litinn. Ég hef verið að nota hann bæði hversdags og fínt.
Ég prófaði vörurnar um helgina og svona var útkoman:
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli