fimmtudagur, 11. september 2014

NEW IN




Hér er hin yfirhöfnin sem ég lofaði að sýna ykkur.
Þessi kápa er uppáhalds vinkona mín þessa dagana. Ég gjörsamlega dýrka hana. Og nei, ég er ekki að ýkja.
Ég kolféll fyri henni í Kultur og varð að eignast hana. Ég var búin að sitja uppi með inneignarnótu í smá tíma og gat loksins nýtt hana í þessa dásemd.
Það kom aðeins ein í hverri stærð og sú staðreynd selur mér flíkina enn meira.







Kápa: Kultur // Skór: Bianco // Buxur: Monki // Hattur: Janessa Leone (JÖR)

Þennan fína hatt mun ég sýna ykkur betur við tækifæri. Ég fékk hann í  JÖR fyrir stuttu og ég er nokkuð viss um að ég eigi aldrei eftir að þurfa að kaupa mér annan hatt því þessi er fullkominn!

Ég hlakka til að spóka mig um í þessu outfitti í haust.
-KAV


Engin ummæli:

Skrifa ummæli