
Ég saumaði mína fyrstu flík í skólanum fyrir viku síðan. Ég dáist mikið af hestafatnaði þó að ég sé engin hestakona. Riding pants hafa verið rosalega vinsælar upp á síðkastið og langaði mig að gera mína eigin útfærslu af þeim. Ég valdi dökkblátt teygjuefni og brúnar rúskinnsbætur. Þetta verkefni tók þó lengri tíma en ég gerði mér grein fyrir enda hef ég ekki setið mikið við saumavél á minni ævi. Eftir nokkrar vikur og mikla þrjósku hófst þetta og ég alsæl með verkið!
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna að liturinn á efninu er sá sami og á blazerjakka sem ég á. Það skemmir ekki þar sem að mig hefur alltaf langað í buxnadragt.



Ég hef notað buxurnar hversdags og var í síðri peysu og leðurjakka við. Mig langaði að prufa að para þær við fínni flíkur og leyfa háa mittinu á buxunum að njóta sín. Hvíti rúllukragabolurinn er eldgamall úr Zöru, blazerjakkinn er vintage og loðkraginn úr Gyllta kettinum. Skórnir eru nýlegir ofnotaðir úr Topshop og hálsmenið úr Aftur.
Afsakið gæðin á myndunum, var bara svo æst í að deila þessum buxum með ykkur :) Sýni ykkur vonandi betri myndir við tækifæri.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli