Ég ákvað að skella mér á fatamarkaðinn sem haldinn var á kex hostel
síðastliðinn laugardag. Ég var mætt á slaginu 12 ásamt fleiri grimmum
tískudrottningum sem biðu vægast sagt í röð eftir að hurðin á gym&tonic salnum var opnaður.
Ég gerði mjög góð kaup enda ekki við öðru að búast þegar helstu tískuspekúlantar bæjarins eru saman komnir að selja af sér spjarirnar.
Þessar gersemar fengu að koma með mér heim :)
Ég gerði mjög góð kaup enda ekki við öðru að búast þegar helstu tískuspekúlantar bæjarins eru saman komnir að selja af sér spjarirnar.
Þessar gersemar fengu að koma með mér heim :)
Skósíður netakjóll sem er prjónaður af fatahönnuðinum Hildi Yeoman. Soldill grunge fílíngur í honum sem heillaði mig.
Þetta fallega vintage hálsmen
Varð strax ástfangin af þessum plómulitaða Andersen og lauth kjól. Sé fram á að geta notað hann mikið.
Er sucker fyrir hekli þessa dagana. Keypti þessa af Aftur systrum en hún er second hand.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli