mánudagur, 25. febrúar 2013

FATAMARKADUR SPUTNIK

Við mamma tókum bæjarrölt um helgina og ég dró hana inn í fatamarkaðinn við Hlemm. Við eyddum góðum tíma þarna inni að gramsa í gömlu dóti enda margt að skoða. Við vorum báðar tveimur flíkum ríkari eftir þessa heimsókn og eyddum ekki nema sitthvorum 5000 kallinum.

image
Mamma keypti sér þennan klikkaða kjól á aðeins 3000 kr. Ég mun klárlega fá hann lánaðan við gott tækifæri :)

image
image
Þessar fallegu perlu ermar blöstu við okkur á gínu þegar við löbbuðum inn. Vorum ekki lengi að kippa þeim af og kostuðu ekki nema 2000 kr.

image

image
Ég fékk mér þetta fallega brúna rúskinns pils sem smellpassar á aðeins 2500 kr :)

image
image
Svo fann mamma þetta pils fyrir mig sem var algjörlega falið eins og á til að gerast í svona búðum með fullt af dóti. Það er einstaklega vandað og líklega allt handunnið. Það fékk ég einnig á litlar 2500 krónur.
Ég ákvað að klæðast bæði svarta pilsinu og perluermunum á Sónar  um síðustu helgi, sjá hér.

Það borgar sig sko stundum að gefa sér tíma og gramsa. Mér fannst líka svo gaman að geta dregið móður mína með mér í svona mission og hún líka svona alsæl með sín kaup :)

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli