þriðjudagur, 6. janúar 2015


Okkur þykir leiðinlegt að tilkynna ykkur kæru lesendur að við ætlum að taka okkur smá pásu frá blogginu.
Við höfum því miður ekki náð að sinna blogginu af þeim krafti sem við hefðum óskað okkur en komum vonandi sterkar inn í bloggheiminn síðar.

Við viljum þakka fyrir samfylgdina síðastlitiðin 3 ár.
Þetta hefur verið afar skemmtilegur tími og gaman að sjá hvað bloggheimurinn fer ört stækkandi.




Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með okkur á instagram þá eru þau:
@jennyjunet & @kolavig

Takk fyrir okkur.  
-Kolbrún Anna
& Jenný June

miðvikudagur, 24. desember 2014

XMAS AND NEW YEARS OUTFITS






Þá eru jóla- og áramótadressin ákveðin.
Ég verð í kremaða samfestingnum í kvöld. Ég er búin að vera spara hann fyrir sérstakt tilefni og finnst aðfangadagskvöld tilvalið til að klæðast honum. Ég fékk hann í Nostalgíu fyrir nokkru síðan.

Pallíettutoppurinn finnst mér ekta áramótaflík. Ég fékk hann í Spúútnik og hlakka mikið til að nota hann.

Secondhand og pallíettur eru möst yfir hátíðarnar! 


Gleðileg jól kæru lesendur og njótið þess að vera til:)
-KAV

föstudagur, 12. desember 2014

ÓSKALISTI


Ég hef lagt í vana minn að setja inn jólagjafa óskalista á bloggið og það verður sko engin undantekning þetta árið.



Skartið frá Kríu er með því fallegra sem ég hef séð.
Það fæst meðal annars í Aftur en hægt er að skoða úrvalið hér.


Ég er ein af þeim sem vippa mér beint í kósýgallan þegar ég kem heim til mín. Náttföt eða þæginlegar buxur verða oft fyrir valinu.
Það væri því tilvalið að eignast góðan kósýgalla.
Ég líkaði nýverið við facebook síðu/búð, Frú Sigurlaug - verslun í mjóddinni sem selur meðal annars náttföt, sloppa og undirföt. Þau sem ég hef séð á síðunni virka afskaplega vönduð og falleg.


Ó þessi lampi. Ég hef haft augastað á honum síðan ég sá hann hér.


Kerti eða ilmur frá Völuspá væri frábær gjöf.


Gráir ullarsokkar hafa verið á óskalistanum í smá tíma.


Fóðraðir leðurkanskar / lúffur er must have fyrir veturinn. Ég hef séð rosalega sniðugar lúffur sem eru fóðraðar að innan eins og hanski, ef það er ekki það þæginlegasta í heimi...



Ég get ekki sagt að ég sé með iittala geðveikina en þessi lína hefur alltaf heillað mig. 
Ég veit ekki hvað það er, ætli það sé ekki þessi 70's fílingur..
Glösin mættu allavega verða mín, og það helst í gær!


Pov stjakinn frá Menu er sannkallað listaverk. Hvort sem hann er hengdur upp á vegg eða ekki.
Þessi dásemd fæst meðal annars í epal.



Og svo að lokum þá er hið sívinsæla Pyropet kerti að sjálfsögðu á óskalistanum.
Þau fást víða, Hrím, Mynju, snuran.is og sennilega á fleiri stöðum :)


Nokkuð fjölbreyttur óskalisti að þessu sinni. Ég setti ekki bækur á hann því ég
 á nú þegar tvær ókláraðar. Aðra er ég hálfnuð með (Maður sem heitir Ove) og hina hef ég ekkert litið í (Ég man þig eftir Yrsu). Planið er að klára allavega eina bók í jóalfríinu.
Ég fer í bústað á milli jóla og nýárs og þá væri gott að vera í kósýgalla, ullarsokkum og með góða bók við hönd.



-KAV


þriðjudagur, 2. desember 2014

FOUR



Óskalistinn að þessi sinni er í dýrari kanntinum enda má maður stundum láta sig dreyma þegar maður á að vera læra undir próf...

Leðurjakkinn er frá OAK og fæst meðal annars í JÖR og hér.
Úrið er frá Larsson & Jennings og fæst hér.
Skórnir eru frá Miista og fást í Einveru.
Grá rúllukragapeysa er á óskalistanum og þessi fullkomin. Fæst hér.

-KAV

mánudagur, 1. desember 2014

CYBER MONDAY

Síðasta föstudag var Black Friday, þá verður allt vitlaust í öllum búðum í Bandaríkjunum. En í dag er afsláttur hjá mörgum netverslunum þ.e.a.s. CyberMonday.

Asos er ein uppáhalds netverslunin mín og eru þau að bjóða uppá 20% afslátt af öllu í dag! (og það er hægt að láta send frítt!!)






Nokkrar flíkur sem ég væri til að fá mér frá Asos.


- JennýJune

laugardagur, 29. nóvember 2014

DRESS IDEAS


Ég datt aðeins inn á asos.com og kíkti á kjólaúrvalið í tilefni komandi hátíðar.
Eftirfarandi kjólar mættu alveg rata í minn fataskáp!


Sjá betur hér


Sjá betur hér


Sjá betur hér




 Sjá betur hér





 Sjá betur hér


Tveir neðstu kjólarnir heilla mig mest en eru þó of dýrir fyrir minn smekk.
Ég er ekki vön að kaupa mér neinn sérstakan áramótakjól heldur nota oftast eitthvað sem ég á inni í skáp.

Núna langar mig helst í nýtt hálsmen við svartan plain kjól sem ég mun sennilega klæðast um annað hvort jólin eða áramótin.

-KAV

miðvikudagur, 26. nóvember 2014

INSTA LATELY


Ég varð að fá mynd hjá þessum flotta vegg hjá Listasafni Reykjavíkur.



Flaming Lips tónleikarnir á Airwaves var sturlun!
Án efa skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á:)



Ég hafði heyrt góða hluti um þessa mini donuts og ákvað að smakka.
Ég fékk mér með karamellusósu og kanil og ég hef sjaldan smakkað jafn gott gúmmelaði!
Þetta er klárlega nýja laugardagsnammið mitt. Þeir fást í vagni rétt hjá Hlemmi sem stendur á Don's donuts.


instagram - @kolavig
-KAV

mánudagur, 24. nóvember 2014

PALLÍETTU H&M


                    

Hver elskar ekki pallíettur?!? Sérstaklega núna kringum hátíðirnar, pallíettutími ársins.
Þegar ég var í Osló síðustu helgi keypti ég einmitt eina svoleiðis flík. Var rosa spennt að sjá Alexander Wang X H&M línuna en það var ekkert sem höfðaði til mín. Fannst þetta allt vera flíkur sem ég myndi ekki nota mikið eða 2x í mesta lagi.

Ég rakst í staðinn á þennan fallega græna pallíettu kimono, sem ég er sjúklega ánægð með.

         

          

   

- JennýJune

sunnudagur, 23. nóvember 2014

AÐVENTUKRANS



Nú styttist óðum í jólin og að því tilefni ætla ég að deila með ykkur tveimur aðventukrönsum sem ég föndraði um daginn. 
Ég skellti mér í Ikea og þar fékk allt sem er á myndinni nema kertastjakinn er frá Bloomingville og fæst meðal annars í Hrím og  Húsgagnahöllinni.




 
Ég átti svo mikið af greni eftir að ég ákvað að gefa House Doctor kertastjakanum mínum nýtt líf.
Ég vildi hafa hann rosalega einfaldan og er mjög ánægð með útkomuna.






Rosalega einfalt og fljótlegt föndur sem kostar ekki mikið! 
-KAV