Ó þessir skór eru svo bilaðslega flottir að ég bara varð að eignast þá.
Liturinn finnst mér mest heillandi og svo er ég rosalega mikið fyrir grófa skó með miklum platform.
Þessir uppfylla allar mínar kröfur og ég er viss um að þessir verði mikið notaðir í haust.
Mér fannst þeir koma einstaklega vel út berleggja í sólinni í dag. Þeir eru líka virkilega þægilegir enda úr ekta leðri að innan.
(Oufit myndina set ég inn á morgun)
Þessar elskur fékk ég í Bianco kringlunni.
Það voru fullt af fallegum skóm að koma fyrir haustið, sjá nánar á síðunni þeirra hér.
Ég mæli með því að gera sér ferð í kringluna og kíkja á úrvalið.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli