fimmtudagur, 23. október 2014






Rúllukragabolur: Vero Moda // Kápa: JÖR // Trefill: mbyM // Choker: Rut Karls jewelry // Hálsmen: Nastygal // Skór: 67

Svona var outfit gærkvöldsins. Okkur Jenný var boðið á kynningarkvöld í Kraum þar sem nokkrir íslenskir hönnuðir voru að kynna vörurnar sínar. Einstaklega skemmtilegt og áhugavert kvöld sem ég ætla að fjalla betur um síðar.

Það nýjasta í fataskápnum mínum er rúllukragabolur og trefill.
Bolurinn er úr Vero Moda. Mig langaði mikið í þunna rúllukragapeysu/bol sem hægt væri að girða ofan í háar buxur og loksins fann ég hann.
Trefillinn er úr búð sem ég fer voða sjaldan í en hann lokkaði mig til sín þegar ég sá hann á gínunni. 
Hann er úr Friis Company frá merkinu mbyM. 



-KAV


2 ummæli:

  1. Ekki manstu hvað jör kápan kostaði? Hún er ótrúlega falleg!

    SvaraEyða
  2. Sæl Dagný. Ég var svo lánsöm að kaupa hana á afslætti á 30. þúsund en verðið á henni áður var minnir mig um 70. þúsund. Ég mundi bara vera dugleg að fylgjast með þegar útsalan hjá þeim byrjar eða setja kápu á jólagjafalistann :)

    SvaraEyða