fimmtudagur, 2. október 2014

JPG X LINDEX



Okkur Jenný ásamt fleiri skvísum var boðið að skoða nýju línu Jean Paul Gaultier x Lindex á Sky bar & lounge í hádeginu í dag. Æðislega falleg lína sem ég er rosalega spennt fyrir en hún kemur í verslanir þann 8. október.
Ég eins og sennilega margar aðrar er með augastað á Cone Bra samfellunni, hún er bara aðeins of flott!





Það var barist við vindinn til þess að ná þessum myndum. Gjafapokinn fékk að sjálfsögðu að prýða myndina enda súper flottur!
 Þessi hattur er í algjöru uppáhaldi enda draumahatturinn frá Janessa Leone (fæst í JÖR), gæran eins og ég kýs að kalla þennan jakka er úr Zöru og buxurnar fékk ég í Monki í sumar, er að fýla þetta útvíða hippa 70's look.

Mæli með því að kíkja á þessa flottu línu í næstu viku!
-KAV

1 ummæli: