Mig hefur lengi vel dreymt um að eiga þessa skyrtu frá KALDA. Ég ákvað þó að láta skynsemina ráða og lét mér nægja að skoða hana á myndum og dást af henni.
Ég rambaði óvart inn í Einveru í síðustu viku, þar hékk þessi dásemd og ég ákvað að stelast og kíkja á verðmiðann og viti menn, skyrtan búin að lækka töluvert í verði og ég að sjálfsögðu var ekki lengi að kippa henni með mér á gjafaprís. Smá jólagjöf frá mér til mín.

Ég rambaði óvart inn í Einveru í síðustu viku, þar hékk þessi dásemd og ég ákvað að stelast og kíkja á verðmiðann og viti menn, skyrtan búin að lækka töluvert í verði og ég að sjálfsögðu var ekki lengi að kippa henni með mér á gjafaprís. Smá jólagjöf frá mér til mín.

Það sem gerði mig ennþá sáttari með þessi kaup er að ég var ekki einungis að fjárfesta í íslenskri hönnun, heldur einnig list. Mér finnst þessi skyrta eins og listaverk og finnst ekki síður gaman að dást að henni á fataslánni.
Sýni ykkur outfit myndir við betra tækifæri:)
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli