þriðjudagur, 12. nóvember 2013

XMAS WISHLIST

Jólin eru mér mjög ofarlega í huga þessa dagana. Ætli ástæðan fyrir því sé ekki kuldinn og myrkrið. Ég er nú þegar búin að setja smá jólapunt hér og þar en passa mig þó að geyma eitthvað af því allra jólalegasta þar til síðast því sumum (kæró) finnst þetta einfaldlega of snemmt.
Ég útbjó smá jólagjafalista fyrir hana. Reyndi að hafa þetta blandað, ekki bara föt enda finnst mér allavega, mjög gaman að fá allskyns punterí og fína hluti því föt verða oft úreld og maður man meira eftir einstökum hlutum.
Munið bara að gjöfin þarf ekki endilega að vera stór og dýr, það er oft skemmtilegast að fá persónulegar og flottar gjafir sem búið er að leggja mikið í t.d. bara innpökkunina eða kortið.

image
Kimono úr Aftur hefur verið lengi á óskalistanum mínum! Fullkomin gjöf sem mundi eflaust gleðja margar.

image
Það er til endalaust af fallegu skarti í Aftur en mig langar sérstaklega í wishbone menið.

image
Púkó&smart er ein af mínum uppáhalds búðum. Elska að fara inn í hana, endalaust af krúttlegu dóti sem hægt er að gramsa í. Þessi rauða vigt í neðstu hillunni hefur verið á óskalistanum síðan ég byrjaði að búa í sumar. 
image
Maður á aldrei nóg af kertastjökum, þessir eru frá Kahler og fást í Hrím.

 image
Konur elska að fá ilmvötn. Þessi ilmur frá Gucci, Flora (gardenia) er í uppáhaldi hjá mér. Léttur og ferskur.

image
Gróf ökklastígvél eru klárlega málið í haust. Ég á eina frá 67 sem ég hef ekki farið úr síðan ég fékk þá. Þessir eru frá Vagabond og fást í Kaupfélaginu.

image
Þessir fallegu lampar eru æðislegir, fást í Púkó&smart :)
image
Finnst þessi hjartapúði rosalega töff, úr Myconceptstore.is.

image
Ullarkápur eru álíka mikið trend þessi jól og pelsa æðið þar síðustu jól.
Þessi virkar mjög djúsí og þæginleg og er frá Topshop.

image

Finnst allt eftir Þóru Finnsdóttur rosalega fallegt. Þar á meðal þessi stjaki (four elements) sem eg væri mikið til í að eignast. Mæli með að kíkja á finnsdottir.dk, lamparnir hennar eru dásamlegir. 


-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli