Ég er algjör sökker fyrir danska merkinu Bloomingville. Ég á nokkra hluti frá merkinu sem eru í miklu uppáhaldi.
Nr. 1: Lampi
Þessi lampi er æðislegur. Það eru til 2 stærðir af honum og ég á þá minni.
Það kemur rosalega hlý og falleg birta af honum.
Ég fékk hann í jólagjöf frá brósa en fæst í Púkó og smart.
Nr. 2: Pernille kertastjaki
Þennan varð ég að eignast þegar ég sá hann í Hrím. Hann fæst einnig í kopar og silfur, ég var smá tíma að ákveða hvaða lit ég vildi en eftir nánari athugun passaði svarti best inn á heimilið mitt.
Nr. 3: Postulínsstjakar / vasar
Þessar litlu dúllur langaði mig strax í eftir að ég fékk lampann. Ég á þennan til vinstri og þann í miðjunni.
Það er hægt að nota þá sem kertastjaka og jafnvel sem vasa. Þeir fást einnig í púkó og smart.
Nr. 4: Hauskúpu stjakar
Þessir stjakar fengu að koma með mér heim frá Stokkhólmi í byrjun sumars. Þeir eru fisléttir úr örþunnu keramiki.
Ég er nokkuð viss um að þeir fáist í Hrím.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli