mánudagur, 4. ágúst 2014

ÍSAFJÖRÐUR






Eins og ég nefndi í síðasta bloggi þá skellti ég mér til Ísafjarðar á laugardaginn ásamt Hlín vinkonu minni.
Það var ótrúlega gaman og veðrið yndislegt.

Við kíktum á úrslitin á Mýrarbolatnum á sunnudeginum og það var nokkuð magnað að sjá þetta fólk spila fótbolta í drullunni. Það er klárlega eitthvað sem mig langar að prófa.

Stutt en skemmtilegt stopp á þennan fallega stað sem Ísafjörður er.

Nú skunda ég til vinnu eftir æðislega helgi.

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli