sunnudagur, 17. ágúst 2014

HOFSÓS


Síðustu helgi eyddum við Bjarni fyrir norðan.
Ég hafði aldrei komið á Hofsós áður en lengi langað til þess að fara.
Ég var alveg heilluð af þessu litla sjávarþorpi. Við gistum þó aðeins eina nótt á sveitasetri sem kallast Lónkot. Það var alveg æðislegt að vera þar. Mæli með því!

Sundlaugina urðum við að prufa enda dregst fólk að Hofsósi eftir að sundlaugin opnaði.
Rétt fyrir neðan hana er rosalega fallegt stuðlaberg sem er must see! Við snæddum burger á veitingastaðnum Sólvík sem er skilst mér eini veitingastaðurinn í þorpinu.
Við sátum úti og nutum útsýnisins enda frábær staðsetning.

Við eyddum svo restinni af ferðinni í gamla heimabæ mínum, Akureyri. Alltaf gott að kíkja á heimaslóðir.

 
 
 


 


Ég er svo yfir mig hrifin af lopapeysunni sem tengdó gerði á kæró. Ég á það til að stela henni.

 -KAV



Engin ummæli:

Skrifa ummæli