sunnudagur, 27. júlí 2014

STOCKHOLM SHOPPING TIPS



Mig langar aðeins að segja ykkur hvar mér finnst best að versla í Stokkhólmi.
Ég hef fengið að kynnast borginni örlítið og ég vil endilega deila með ykkur því besta þegar kemur að búðum.

Fyrst ætla ég að fara yfir búðir í Södermalm sem er jafnframt einn uppáhalds staðurinn minn í borginni. Þar eru t.d. mikið af vintage og secondhand búðum og meira að segja slatti af hljóðfærabúðum sem maðurinn minn var hæstánægður með.

Tjallamalla



Æðisleg búð. Lítil og kósý með hárgreiðslustofu aftast í búðinni. Blanda af vintage og nýjum fötum.
Þarna keypti ég mér vintage kjól og kögurtösku.
Sjá heimasíðuna hér.



Lisa Larsson



Þessa  búð fór ég líka í á síðasta ári þegar ég var stödd í Södermalm. Búðin virkar nokkuð mikið chaos en þarna leynast fullt af gersemum. Ég fann mér brúna leðurkápu með loðkraga í síðustu ferð og núna fengu leður stuttbuxur að fylgja mér heim. 



Grandpa




Rosalega flott búð. Ég var alveg heilluð af henni.
Þetta er það sem mætti kalla hipserbúð. Bæði herra- og dömuföt og svo eru þau með allskonar hluti í búið og fleira skemmtilegt.

Þarna keypti ég Marshall heyrnatólin og Le specs sólgleraugun mín. Um að gera að tékka á þessari búð.
Sjá heimasíðuna hér.





Beyond Retro


Flestir ættu að þekkja BR. Hún er einnig á Drottningagötunni sem er aðal verslunargatan í Stokkhólmi. Ég hef átt nokkuð erfitt með að finna mér föt í þessari búð og lét mér nægja 1stk. bikinítopp í síðustu ferð.



Biblioteksgatan er ekki svo langt frá Drottningagötunni sem flestir ættu að kannast við. Þessi gata er í miklu uppáhaldi en þar er meðal annars að finna &other stories, Urban Outfitters, COS, Sephora og nokkrar hátískubúðir.

Ég hef ekki farið í jafn flotta UO búð áður en hún minnir helst á gamalt leikhús að innan.



Mér finnst alltaf jafn gaman að fara þarna inn því ég stend bara og stari í kringum mig. Þarna sjást t.d. mátunarklefarnir, ég hef ekki séð jafn flotta mátunarklefa á ævi minni.
Eins mikið og ég get dáðs að búðinni þá labbaði ég samt sem áður tómhent út. 


Það eru eflaust til endalaust mikið af flottum búðum í Stokkhólmi og ég hef sennilega ekki þefað þær allar uppi ennþá.

Vona að þetta gagnist einhverjum sem eru á leið í uppáhalds Svíaríkið.

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli