sunnudagur, 12. janúar 2014

NEW IN; ZARA

Ég var búin að lofa sjálfri mér að kíkja ekki á útsölur í þetta skiptið. En að sjálfsögðu entist það loforð ekki lengi, ég kíkti þó bara í eina búð, uppáhalds Zöru. Það fengu tvær fallegar flíkur að fylgja mér heim.

image
Ég mátaði þessa fallegu dökkbláu peysu fyrir löngu síðan og langaði mikið í hana en ákvað að skilja hana eftir í búðinni. Viti menn, hún var til á útsölunni og ég var ekki lengi að hrifsa hana til mín og mjög hissa á því að hún væri ennþá til! :)

image
Miklar vangaveltur voru hvort ég ætti að kaupa þessa kápu eða leopard kápuna sem hangir á snaganum. Ég tók meira að segja báðar heim og velti þessu mikið fyrir mér. Eftir nokkra daga íhugun varð þessi mín.

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli