miðvikudagur, 8. janúar 2014

NEW IN; QUOTE POSTER

Ég ætla að sýna ykkur jólagjöf #2. Ég ætla þó ekki að fara að sýna þær allar en ég er sérstaklega ánægð með þessa. Þessi gjöf er frá mági mínum og konu hans, afskaplega vel valið og passar fullkomnlega inn á heimilið okkar.

Ég hef ekki verið mikið gefin fyrir þessi quote spjöld sem eru út um allt þessa dagana, sérstaklega ekki klunnalegu járnspjöldin sem eru oftar en ekki risa stór. Þau þurfa allavega að njóta sín í stóru rými.

Ég er rosalega ánægð með myndina mína að því leytinu til að hún er í hæfilegri stærð og smekklega innrömmuð í svartan ramma sem passar fullkomnlega við svarbrúnu lack hilluna úr ikea. Við höfum lengi verið að leita af einhverju til þess að setja á þennan stað og voila! Þarna kom það:)

image
image
Þetta hefur einnig reynst sem ágætis gestaþraut. Fólk er stundum ekki að ná því hvað stendur þarna í fjarlægð en fyrir ykkur sem náið þessu ekki þá stendur: Enjoy the little things!

Hillan nýtur sín fyrir ofan sjónvarpið inni í stofu. Ég hef raðað nokkrum fallegum bókum á hana, hauskúpubauk úr Urban Outfitters og kertaglasi með heimskorti sem ég keypti á slikk á flóamarkaði á vinnustaðnum mínum, Grund.

Það er annar hlutur sem ég fékk einnig í jólagjöf sem ég ætla að sýna ykkur fljótlega.
Stay tuned!

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli