sunnudagur, 21. september 2014

INSTA LATELY







Fyrir þremur vikum byrjaði ég í Háskólanámi. Síðustu vikur hafa verið nokkuð krefjandi en samt sem áður skemmtilegar. Þetta er nýr kafli í mínu lífi sem ég tek fagnandi og ætla að njóta í bland við stressgeðveikina sem fylgir oft þessu fyrsta ári.

Á þessum tíma sá ég mér þó fært um að bjóða góðum vinkonum í matarboð, skella í eina hattaselfie, taka mynd af skónum mínum, sjá kærastann minn spila á tónleikum og borða sveittan brunch. 

Það koma þá sennilega nokkrir eða jafnvel margir blogglausir dagar vegna anna í skólanum en ég reyni að gera mitt besta og leyfa ykkur að fylgjast með ef ske kynni að ég fari úr kósý lærdóms gallanum. Ég ætla allavega rétt að vona það.

Mitt instagram @kolavig
Bloggið @keenbeanblog

Ég vona að þið hafið átt góða helgi.
-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli