Ég bloggaði um blómakransa fyrir stuttu síðan.
Eftir þónokkra leit af þeim eina rétta þá gafst ég upp og ákvað að föndra minn eigin krans.
Ég átti tvö búnt af gerviblómum sem ég keypti í Tiger fyrir tæpu ári síðan.
Ég fann síðan gamla svarta spöng, lím og skæri - Þetta er einfaldlega allt sem til þarf.
Margir nota límbyssu, ég á ekki slíka svo ég notaði superglue sem virkaði mjög vel. (gula uhu límið á myndinni virkaði ekki vel)
Ég er rosalega sátt með útkomuna.
Þetta verkefni tók ekki langan tíma, max 30 mín.
Mæli með því að föndra eigin krans, það er svo mikið ódýrara og rosalega einfalt.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli