föstudagur, 14. mars 2014

NEW COAT + HAIR


image



Ég rambaði inn á útsöluna í JÖR um síðustu helgi. Þar sem að útsalan hófst fyrir nokkrum vikum bjóst ég við því að flest allt yrði búið. Viti menn, þessi æðislega ullarkápa hékk þarna ein og yfirgefin í minni stærð. Mig hefur lengi dreymt um þessa kápu síðan hún kom fyrst í búðina. Að sjálfsögðu varð hún mín, enda á 70% afslætti!


image

image
Oufit: Kápa: Jör // Skyrta: Kalda // Buxur: G17 // Skór: Topshop

Þið verðið að afsaka þessar blessuðu speglamyndir, ég er ekki svo heppin að vera með myndatökumann við hendina öllum stundum.

Við Ásta skelltum okkur í perm í tækniskólanum um daginn og ég klippti nokkra cm af hárinu og slatta af toppnum. Það lookar eins og ég sé rauðhærð á myndinni en það er nú ekki alveg svo gott. Nú er ég orðin algjör krullubína aftur en þetta er nú fljótt að leka úr, því miður. Sýni ykkur betri mynd síðar.

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli