
Mig hefur lengi langað í verk eftir grafíska hönnuðinn, Kristinu Krogh. Þegar ég sá að þessi mynd hér að ofan væri væntanleg í Hrím og bara 1 eintak var ég ekki lengi að tryggja mér hana. Hún er að mínu mati sú flottasta sem ég hef séð frá henni og fær að prýða einn vegginn inni í stofu.
Fleiri falleg verk eftir hana:






Tók eftir því fyrir skemstu að það eru aðeins nokkrar myndir eftir í Hrím. Það komu ekki mörg eintök af hverri mynd og í sumum tilfellum aðeins eitt, svo það er um að gera að drífa sig ef maður vill tryggja sér eintak.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli