þriðjudagur, 7. janúar 2014

TIKKAMASALA NAAN PIZZA

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið að horfa á MasterChef þættina grimmt síðustu daga á meðan ég hef legið í veikindum. Ég hef aldrei horft á þessa þætti áður og ég verð að segja að það kvikni á matarpervertinu innra með mér þegar ég horfi á þetta.

Sem dæmi um það þá langaði mig rosalega að elda eitthvað gott í gærkvöldi og leitaði út um allt á netinu af einhverjum girnilegum uppskrifum og endaði að sjálfsögðu inn á eldhussogur.com, án efa uppáhalds matarbloggið mitt!

Þar rakst ég á þessa guðdómlegu tikkamasala naan pizzu, uppskriftin er hér. Þetta virkar nokkuð flókið en er það alls ekki.
Í uppskriftinni er hún þó sett á útigrill, en ég náði að gera rosalega góða í ofninum. Ég smurði naanbrauðið með ólifuolíu og skellti því aðeins á George Foreman grill (2-3 mín hvora hlið) en lokaði því ekki. Bara til þess að fá þessar rendur í það. Svo setti ég allt gumsið ofan á brauðið líkt og í uppskriftinni og aðeins inn í ofn eða þar til osturinn er bráðnaður og þetta lítur vel út.

Á blogginu er hún með bæði tikkamasala og tandoori útgáfu. Ég er mikið meira fyrir tikkamasala svo ég gerði einungis þá útgáfu.

Hér er útkoman mín :)

image

Þetta fékk allavega mjög góðar viðtökur frá kærastanum og mér fannst þetta algjört lostæti þannig að þessi verður bókað gerð aftur.
Hlakka til að prófa hana á grillinu í sumar :)

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli