fimmtudagur, 23. janúar 2014

KERAMIK DESIGNER; FINNSDOTTIR

Ég hef í þó nokkurn tíma fylgst með keramik listakonunni Þóru Finnsdóttur sem hannar fallega hluti undir nafninu Finnsdottir. Þóra útskrifaðist frá DanmarksDesign skólanum árið 2009 og hefur verið að gera það gott í Danaveldi síðan þá.

image

Hér má sjá Four elements stjakana sem ég hef áður bloggað um. Ó hvað hann er fallegur! Ég væri heldur ekki á móti því að eiga þennan fallega vasa úr Samsurium línunni.

image

Þessi lampi kallast Big bigfoot og hefur verið lengi á óskalistanum. Ég kolféll fyrir honum eftir að hafa séð hann í Mýrinni. Hann er þó í dýrari kanntinum og verð ég að láta mér nægja að dást að þessari mynd.


image
Babuskha línan hennar einstaklega skemmtileg. Mér finnst þær passa hvar sem er, hvort sem það er í barnaherbergið eða stofuna.

image
Vasinn góði mættur ásamt fleiri fallegum hlutum úr Samsurium línunni.

image
image

Ásamt því að hanna vasa, lampa, kertastjaka og skart hannar hún einnig loftljós. Þau koma rosalega vel út og sérstaklega þegar þau hanga  nokkur saman líkt og á myndinni. Gæti verið virkilega flott fyrir ofan borðstofuborð.

Fallegir hlutir á fallegum fimmtudegi.

Þetta mun svo sannarlega veita mér innblástur í keramik kúrs sem var að hefjast í myndlistaskólanum.
-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli