


Það var svart frá toppi til táar í dag.
Ég klæddist þessum fína úlfabol sem ég fékk á Bali. Ég var nú reyndar búin að gleyma að ég ætti hann þar til ég fann hann falinn á herðatré inni í skáp - skemmtilegt nokk!
Buxurnar eru úr G17 og kimonoið úr Aftur - klárlega ofnotuð flík þessa dagana.
Þið sem fylgist vel með blogginu munið eflaust eftir því að ég fékk mér perm fyrir tæpum 3 mánuðum eða svo, sjá hér. Mig langaði alltaf til þess að sýna ykkur hvernig það væri eftir þennan tíma þar sem ég minnist á í þessari færslu, að mér finnist það flottast eftir sirka 2-3 mánuði.
Það er aðeins búið að leka úr, en samt mikið líf og lyfting í því, alveg eins og ég vil hafa það!
Ykkur er velkomið að kommenta á þessa færslu ef þið hafið einhverjar spurningar um þetta “mikilvæga” málefni.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli