fimmtudagur, 12. desember 2013

XMAS WISHLIST #2

Það styttist óðum í jólin og hver fer að verða síðastur að kaupa jólagjafir.

Hér eru nokkrar fínar jólagjafahugmyndir!
image
Góðar hárvörur er must have fyrir bæði konur og karla. Ég hef ekki persónulega reynslu af Aveda hárvörunum en hef heyrt rosalega góða hluti. Ég væri sko alveg til í að eiga þessa línu frá þeim þar sem að ég er krullukona í augnablikinu. Aveda er einnig með rosalega góðar og flottar húðvörur sem væri ekki síður gaman að eiga.

image
Það er alltaf gaman að fá bækur um jólin og eiginlega er það skylda. Mér finnst rosalega gaman að eiga tísku/hönnunarbækur enda eru þær ekki bara skemmtilegar að glugga í heldur hið fallegasta stofudjásn.

image
Ég held það hafi ekki farið framhjá neinum að Moroccanoil vörurnar eru þær vinsælustu í dag. Ég hef bæði notað olíuna og hárspreyið og verð að segja að hárspreyið er eitt það besta sem ég hef prófað.

image
image
Væri ekkert á móti þessum marmara rúmfötum eða púðaveri frá Ferm living. Fæst í Hrím.

image

Veggverk eftir Kristinu Krogh eru einnig á óskalistanum. Kosta 16.900 kr í Hrím.

image

Fashionology skartið fæst í Gk Reykjavík. Sniðug gjöf til að hafa með í jólapakkanum.


-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli