föstudagur, 5. apríl 2013

VIETNAM VOL 2


 Fyrsta myndin er tekin á Halong Bay, einn af fallegustu stöðum í heimi! Þar gistum við á bát í eina nótt og á eyju hina nóttina þar sem við hittum þessa krúttlegu en þjófóttu apa.
Það er endalaust mikið af fallegu handgerðu dóti eins og t.d. skeljaóróinn! Vildi að ég gæti tekið með mér en myndirnar verða að duga :)

Maturinn er geggjaður, þetta á myndinni kallast pho og er einn vinsælasti réttur víetnama.

 Litríku buxurnar eru algjör snilld! Búin að lifa í þeim síðan ég keypti þær því þær virka vel í hitanum, elska litina:)



Við fengum okkur tveggja manna hjól og hjóluðum um tam coc sem var ótrúlega fallegt! Hrísgrjónaakrarnir og fjöllin blöstu við okkur í sólinni - perfecto!

Nú sitjum við hjúin á veitingastað að eyða síðasta kvöldinu okkar í Hanoi og stelast í frítt wifi, við fljúgum svo til Kuala lumpur á morgun ;)
Vona að þið hin séuð að njóta ykkar í blíðunni á Íslandi;

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli