miðvikudagur, 12. september 2012

HEALTHY STUFF

Ég ákvað að stela uppskrift sem ég fékk hjá vinkonu minni og bakaði gómsætt hollustubrauð :)
Súper einfallt og gott !

image
Allt sem til þarf:
3dl gróft eða fínt spelt
3dl haframjöl
4tsk vínsteins lyftiduft
2dl af fræum (ég notaði sólblóma, graskers og sesam fræ) Síðan setti ég líka lúku af rúsínum því mér finnst þær svo góðar.
Hrærið síðan aðeins í þurrefnunum og bætið svo 4-5 dl af létt ab-mjólk út í.
Hrærið síðan öllu saman og setjið í form:)
Bakist við 190° í 45-55 mín.

image
Öll þurrefnin komin saman

image
Svo ab-mjólkin sett út í

image
Og svona var útkoman! Pennslaði smá olíu yfir brauðið áður en ég setti það í ofninn og setti nokkur fræ ofan á :)

Tók mig enga stund og hrikalega gott - Prufið!

-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli