föstudagur, 12. desember 2014

ÓSKALISTI


Ég hef lagt í vana minn að setja inn jólagjafa óskalista á bloggið og það verður sko engin undantekning þetta árið.



Skartið frá Kríu er með því fallegra sem ég hef séð.
Það fæst meðal annars í Aftur en hægt er að skoða úrvalið hér.


Ég er ein af þeim sem vippa mér beint í kósýgallan þegar ég kem heim til mín. Náttföt eða þæginlegar buxur verða oft fyrir valinu.
Það væri því tilvalið að eignast góðan kósýgalla.
Ég líkaði nýverið við facebook síðu/búð, Frú Sigurlaug - verslun í mjóddinni sem selur meðal annars náttföt, sloppa og undirföt. Þau sem ég hef séð á síðunni virka afskaplega vönduð og falleg.


Ó þessi lampi. Ég hef haft augastað á honum síðan ég sá hann hér.


Kerti eða ilmur frá Völuspá væri frábær gjöf.


Gráir ullarsokkar hafa verið á óskalistanum í smá tíma.


Fóðraðir leðurkanskar / lúffur er must have fyrir veturinn. Ég hef séð rosalega sniðugar lúffur sem eru fóðraðar að innan eins og hanski, ef það er ekki það þæginlegasta í heimi...



Ég get ekki sagt að ég sé með iittala geðveikina en þessi lína hefur alltaf heillað mig. 
Ég veit ekki hvað það er, ætli það sé ekki þessi 70's fílingur..
Glösin mættu allavega verða mín, og það helst í gær!


Pov stjakinn frá Menu er sannkallað listaverk. Hvort sem hann er hengdur upp á vegg eða ekki.
Þessi dásemd fæst meðal annars í epal.



Og svo að lokum þá er hið sívinsæla Pyropet kerti að sjálfsögðu á óskalistanum.
Þau fást víða, Hrím, Mynju, snuran.is og sennilega á fleiri stöðum :)


Nokkuð fjölbreyttur óskalisti að þessu sinni. Ég setti ekki bækur á hann því ég
 á nú þegar tvær ókláraðar. Aðra er ég hálfnuð með (Maður sem heitir Ove) og hina hef ég ekkert litið í (Ég man þig eftir Yrsu). Planið er að klára allavega eina bók í jóalfríinu.
Ég fer í bústað á milli jóla og nýárs og þá væri gott að vera í kósýgalla, ullarsokkum og með góða bók við hönd.



-KAV


Engin ummæli:

Skrifa ummæli