Mig langar að kynna ykkur fyrir tveimur uppáhalds mynda öppunum mínum.
Þau eru bæði frí svo það ættu allir að geta náð sér í þau.
Fyrsta appið þekkja eflaust margir en það hetitir VSCOcam. Ég set nánast allar myndirnar mínar inn í appið og uppáhalds filterinn minn heitir F2. Það er hægt að velja hversu ýktan filter maður hefur, það fer allt eftir smekk.
Hér ætla ég að sýna ykkur hvernig ég nota appið.
Ég tók þessa mynd í gær og er nokkuð ánægð með hana. Reyndar bara á símann minn en þær geta oft verið nokkuð góðar.
Næst setti ég myndina í VSCOcam og notaði F2 filterinn.
Ég vildi líka hafa hana í svarthvítu og notaði filter sem heitir B5.
Hitt appið heitir PhotoMirror.
Þar get ég látið myndirnar speglast sem getur komið afskaplega vel út.
Þar get ég látið myndirnar speglast sem getur komið afskaplega vel út.
Ég er ekki frá því að þetta sé hið fínasta listaverk. Ég væri mikið til í þetta print á púða.
Hver veit, kannski maður skelli því í framkvæmd?
Nú er það bara að prófa sig áfram og hafa gaman. Ég get allavega dottið í þetta tímunum saman þegar mér leiðist :)
Hver veit, kannski maður skelli því í framkvæmd?
Nú er það bara að prófa sig áfram og hafa gaman. Ég get allavega dottið í þetta tímunum saman þegar mér leiðist :)
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli