fimmtudagur, 21. ágúst 2014

LIVING ROOM INSPIRATION



 

Mig langar til að skipta gamla sófaborðinu mínu út fyrir nýtt og hef verið að skoða allskonar hugmyndir.
Þau borð sem heilla mig mest þessa stundina eru þessi tvö:

HAY tray table
 Mig hefur lengi langað í þetta borð og fór að skoða það í epal fyrir stuttu síðan.
Ég er þó mest að velta fyrir mér hvaða stærð myndi henta best. Mér finnst tvö borð saman flottast en svo er spurningin hvort maður ætti að hafa þau bæði hvít eða svart og hvítt? Byrja kannski á einu og sjá svo til? Ætli það sé ekki sterkur leikur.


 


Normann Copenhagen - Tablo

Þetta borð rakst ég einnig á í epal. Mér finnst það mjög stílhreint, fallegt og hemilislegt.
Það kemur í allskyns stærðum og gerðum og í nokkrum litum.
Hvítt er þó að fanga athygli mína hvað mest en eins og með HAY borðin þá þætti mér fallegt að hafa eitt stórt hvítt og kannski svart í minni stærð með.


 




Eftir að hafa skoðað allar þessar flottu stofur er ég alveg á því að ég verði að eignast fallega mottu undir drauma sófaborðið. Ég er þó ekki vel að mér í mottu businessinum svo ég þyrfti að fá einhver tips um það.

Þessar pælingar eru þú einungis á byrjunarstigi og eru fleiri hugmyndir vel þegnar.

 -KAV



Engin ummæli:

Skrifa ummæli