Lack vegghillurnar frá Ikea eru sennilega til á flestum heimilum.
Ég er með eina slíka í svarbrúnum lit í stofunni og er dugleg að skipta um hluti á henni.
Þar sem að ég er nokkuð ung og aðeins búin að búa í ár er ég alltaf að þreifa fyrir mér í uppsetningu og fleira á heimilinu. Finna minn eigin stíl og hafa heimilislegt.
Í augnablikinu er ég nokkuð ánægð með uppröðunina á hillunni og langar að sýna ykkur útkomuna.
Bækurnar eru héðan og þaðan.
Marshall heyrnatólin fékk ég í Stokkhólmi og þau eru ekki síður fallegt punt!
Litli marmara blómavasinn er frá Madam Stoltz, hauskúpukertastjakarnir frá Bloomingville og veggspjaldið fengum við í gjöf.
-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli